Úrslit úr innanfélagsmóti

2014-05-22T12:30:49+00:0022.05.2014|

Eins og undanfarin sumur mun Golfklúbburinn Keilir halda glæsileg innanfélagsmót. Leikið verður á miðvikudögum og eru næstu mót á eftirfarandi dagsetningum. 4. juní (undankeppni bikarinn), 25. juní, 23. júlí og 13. ágúst. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og einnig veitt verðlaun fyrir besta skor. Nándarverðlaun verða öll mótin á 10. braut. Hámarksforgjöf í mótinu er 30 hjá körlum og 34 hjá konum. Keppnisgjald er 1500 kr og er skráning á golf.is.

Úrslit 21. maí í punktakeppni urðu eftirfarandi:
1.  sæti Gunnar Bergmann Gunnarsson   41
2. sæti Kjartan Einarsson                          39
3. sæti Þordís Geirsdóttir                          39
4. sæti Kristján Þór Kristjánsson               39
5. sæti Valgerður Bjarnadóttir                   37

Þórdís Geirsdóttir var með besta skor 71 högg.
Halldór Freyr Sveinsson hlaut nándarverðalun á 10. braut   1.48

Mótið tókst afar vel þrátt fyrir töluverðan vind og voru 89 félagsmenn sem tóku þátt.
Næsta mót er svo 04. júní.

innanfelagsmot_2014