Nýliðin helgi var unglingamótahelgi. Stigamót var haldið á Hellishólum og Áskorendamót í Sandgerði. Þáttakendur á mótunum tveimur voru 244 þar af 50 einstaklingar frá Keili.
Keilismenn sigruðu í 2 flokkum af 6 á Stigamótinu á Hellishólum og í 1 flokk á Áskorendamóti í Sandgerði. Henning Darri Þórðarson gerði sér lítið fyrir og sigraði flokk 14 ára og yngri annað mótið í röð, Þóra Björk Ragnarsdóttir sigraði glæsilega flokk stúlkna 14 ára og yngri og loks vann Alex Daði Reynisson flokk 14 ára og yngri á Áskorendamótinu í Sandgerði. Sannarlega glæsilegur árangur.
Stigamót
Piltar 17-18 ára 2 sæti Benedikt Árni Harðarson
3 sæti Benedikt Sveinsson
Stúlkur 17-18 ára 3-4 sæti Anna Sólveig Snorradóttir
Drengir 15-16 ára 3 sæti Birgir Björn Magnússon
Telpur 15-16 ára 2-3 sæti Sara Margrét Hinriksdóttir
Strákar 14 og yngri 1 sæti Henning Darri Þórðarsso
2 sæti Atli Már Grétarsson
Stelpur 14 og yngri 1 sæti Þóra Kristín Ragnarsdóttir
2 sæti Thelma Sveinsdóttir
Áskorendamót
Strákar 14 ára og yngri 1 sæti Alex Daði Reynisson