Ávarp formanns
Þá er enn eitt golfárið liðið og stöndum við nú á ákveðnum tímamótum þar sem þetta er fyrsta árið sem nýr Hvaleyrarvöllur er í notkun allt tímabilið. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir kunna að meta breytingarnar og er nú Hvaleyrin að ná vinsældum Hraunsins sem hefur alltaf fengið yfirburðakosningu í hinni árlegu skoðanakönnun.
Nýjum velli fylgja ný vandamál eins og flestir meðlimir urðu varir við í sumar, við misstum röffið úr böndunum sem skapaði óánægju meðal félagsmanna. Veðrið vann svo ekki með okkur þar sem allur sláttur utan brauta var mjög erfiður sökum mikillar bleytu. Auk þess var völlurinn einfaldlega breyttur þar sem svæði sem áður voru slegin eru nú óslegin og nú eru komin ný svæði sem einfaldlega voru ekki til staðar áður vegna þess að brautir liggja ekki lengur saman.
Félagsmenn Keilis
Skýrsla vallarstjóra
Í apríl var mikil eftirvænting eftir sumrinu og komu flatir vel undan vetri. Það var þó snemma ljóst að brautir á fyrri níu holum vallarins höfðu orðið fyrir miklu tjóni um veturinn. Þessar skemmdir komu til vegna vatns sem setið hafði í lægðum, og brautirnar ekki í stakk búnar til að hleypa því í gegn um sig.
Skýrsla íþróttastjóra
Hjá Golfklúbbnum Keili fer fram öflugt íþróttastarf þar sem að allir geta fundið æfingar og þjálfun við sitt hæfi. Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017. Það er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar sem snýr að íþróttastarfi. Auk þess voru gerðar siðareglur Keilis. Þær eiga að veita öllum félagsmönnum, starfsmönnum, þjálfurum, foreldrum og öllum þeim sem koma að starfinu almennar leiðbeiningar bæði í leik og starfi.
Ársreikningur
Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk ágætlega á árinu 2018. Samstarfssamningur við Golfklúbb Setbergs kemur að fullu inn í uppgjörið á árinu sem sést að hluta í auknum tekjum og útgjöldum. Þónokkur samlegðaráhrif voru í þessu samstarfi. Nýting starfskrafta og búnaðar var góð þar sem undir voru meiri umsvif án þess að það kallaði á aukna yfirbyggingu.