Félagslíf – Kvennastarf2018-12-11T13:33:13+00:00

Kvennastarf

Við byrjuðum í janúar að pútta og voru 8 mót. Systurnar Vala, Edda og Guðrún Bjarnadætur voru í 1. 2. og 3. sæti. Frekar léleg mæting var í púttin og vonum við að betri þátttaka verði 2019.

20. apríl var vorfagnaðurinn okkar með flotta tískusýningu frá Golf Company og Lilju Boutique sem flottar Keiliskonur sýndu. Verðlaunaafhending fyrir púttin í vetur og svo fjör og gaman fram eftir kvöldi.

Vorferðin til Spánar í maí var algjörlega geggjuð! 40 konur skelltu sér saman og áttu frábæra viku á Melia Villaitana. Allar bíða spenntar eftir næstu ferð.

Sumarmótaröðin var flott og og vorum við með 10 hringi og nándarmælingar öll mótin og rúlluðum upp par þrjú holunum hverri af annari. Konur á Sveinskotsvelli voru líka duglegar að mæta og stóðu sig vel.

Vinkvennamót Keilis/Odds var tveggja daga mót sem lukkaðist vel og við mörðum bikarinn í hús á seinni deginum.

Haustferðin var 1. september og var haldið á Hellu. Þar var Ryder keppni milli EUR og USA og endaði keppnin með jafntefli. Svo var líka kepppt um Keilisistíkina og Lilja Bragadóttir hlaut titilinn 2018. Veðrið var mjög skrautlegt, rok, rigning, haglél og margir m/s en Keiliskonur létu það ekki stoppa sig. Eftir golfið var farið á Stracta hótel, farið í heitu pottana og huggulegheit og fjör fram á nótt. 67 konur mættu í haustferðina.

Héldum glæsilegt Opið Kvennamót Keilis 15. september og voru 109 konur mættu til leiks. Veðrið hefði getað verið betra en við létum það ekki á okkur fá og komu frábær skor í hús. Til stendur að halda þetta mót sem styrkt er af fyrirtækjum í Hafnarfirði árlega.

Svo enduðum við með lokahófið á veitingahúsinu Krydd, var þar létt og notarlegt og veitt verðlaun fyrir Sumarmótaröðina 2018.

Kvennanefndin fundaði oft, í Keili, heima hjá okkur og á kaffihúsi og hellingur á netinu.