Íþróttastarf – Afreksstarf2018-12-11T13:30:43+00:00

Áherslur í afreksstarfinu og afreksefnastarfi

Markmið Keilis er að byggja upp afreksfólk í þeim tilgangi að skapa landsliðsmenn og hugsanlega atvinnukylfinga fyrir golfklúbbinn sem eru síðan fyrirmyndareinstaklingar öðrum kylfingum til hvatningar.
  • Í ár var gert nýtt samkomulag við hvern og einn kylfing í afreksstarfi Keilis. Það er metnaður hjá Keili að kylfingur leggi sig fram í alla staði við að geta stundað íþrótt sína af kappi, metnaði og áhuga.
  • Meiri áhersla er á aukna menntun þjálfara Keilis innanlands og út fyrir landsteinana. Þjálfarar Keilis fóru sl. apríl á námskeiðið „the instinctive coach“ með Kendal McWade og Steven Orr í Woodhall Spa Golf club í Englandi. Námskeiðið var hreint út sagt stórkostlegt og lærðum við mikið frá þeim félögum sem við höfum síðan notað í kennslu og þjálfun hjá okkur.
  • Hugmyndafræðina varðandi alla afrekstarfsemi Keilis er hægt að lesa um inn á Keilir.is/íþróttastarf.