Ársskýrsla – Íþróttastarf – Skýrsla íþróttastjóra2018-12-11T13:16:32+00:00

Skýrsla íþróttastjóra

Hjá Golfklúbbnum Keili fer fram öflugt íþróttastarf þar sem að allir geta fundið æfingar og þjálfun við sitt hæfi.

Golfklúbburinn Keilir er fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2017. Það er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar sem snýr að íþróttastarfi.

Auk þess voru gerðar siðareglur Keilis. Þær eiga að veita öllum félagsmönnum, starfsmönnum, þjálfurum, foreldrum og öllum þeim sem koma að starfinu almennar leiðbeiningar bæði í leik og starfi.

Þær eru ekki tæmandi en eiga að vera til ábendingar og vera hvetjandi.

Aðhald felst í almennu viðhorfi til boðskapar reglnanna.

Siðareglurnar skal kynna öllum þeim sem að starfinu koma.

Hjá Golfklúbbnum Keili er unnið eftir jafnréttisáætlun, forvarnarstefnu og siðareglum og hafa öll þessi gögn fengið samþykki í tengslum við fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Hjá Golfklúbbnum Keili er starfrækt íþróttanefnd og undir þeirri nefnd starfar foreldraráðið.

Íþróttanefnd Keilis var þannig skipað: Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri, Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdarstjóri, Sveinn Sigurbergsson, Rúnar Már Bragason, Ægir Örn Sigurgeirsson, Björgvin Sigurbergsson yfirþjálfari og Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður Keilis.
Nefndin fundaði a.m.k. einu sinni í mánuði um hitt og þetta sem kemur að íþróttastarfi Keilis.

Í foreldraráði Keilis eru Hjörleifur Hjörleifsson, Ægir Örn Sigurgeirsson, Rut Sig., Sigþór Marteinsson, Friðleifur Friðleifsson og Veigur Sveinsson og Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri Keilis.

Ráðið var virkt þó svo fundir hafi ekki verið margir og aðstoðaði þjálfara Keilis við ýmsan undirbúning t.d. fyrir æfingaferð, fjáraflanir, skötuveislu, haustfagnað, liðakeppnina og önnur tilfallandi verkefni.