Leiknir hringir 2018
Samkvæmt rástímaskráningu voru leiknir 24.462 hringir á síðasta sumri á Hvaleyrarvelli. Á árinu 2017 voru leiknir 28.782. Það er frekar mikil fækkun í leiknum hringjum á þessu ári eða um 20%, veðrið í sumar spilar þar stór rullu. Og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að sjá svona fækkun á leiknum hringjum. Vonandi verður næsta sumar gott og við sjáum aftur fjölgun leikna hringja á golfvöllum okkar. Á aðalvelli voru leiknir hringir af félagsmönnum um 70% af notkuninni og er það aðeins hærra hlutfall og síðustu ár. Að meðaltali fóru um 114 kylfingar í gegnum völlinn á degi hverjum á meðan opið var. Á Sveinskotsvelli var notkunin 50% af félagsmönnum og þann völl léku 22 kylfingar að meðaltal á dag en voru 35 í fyrra.