Árangur í sumar
Tímabilið 2018 var glæsilegt fyrir Golfklúbbinn Keili. Eimskipsmótaröðin var næstum eign Keilis bæði í karla – og kvennaflokki. Af tólf stórum titlum í flokki fullorðinna hlutu Keilismenn níu titla.
Íslandsmeistari kvenna í höggleik í Vestmannaeyjum:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Íslandsmeistari karla í höggleik í Vestmannaeyjum:
Axel Bóasson
Íslandsmeistari í holukeppni karla á Suðurnesjum:
Rúnar Arnórsson
Íslandsmótið í holukeppni kvenna:
Helga Kristín Einarsdóttir 2. sæti
Stigameistari kvenna:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Stigameistari karla:
Axel Bóasson
Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki:
Keilir í 2. sæti á Hvaleyrarvelli.
Liðið var skipað:Signý Arnórsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Karen Sævarsdóttir. Björgvin Sigurbergsson var liðstjóri.
Íslandsmót golfklúbba í karlaflokki:
Keilir Íslandsmeistari á Akranesi
Liðið var skipað: Gísli Sveinbergsson, Helgi Snær Björgvinsson, Vikar Jónasson, Henning Darri Þórðarson, Sveinbjörn Guðmundsson, Benedikt Sveinsson, Birgir Björn Magnússon og Rúnar Arnórsson. Karl Ómar Karlsson var liðstjóri.
Stigameistari golfklúbba hjá GSÍ í kvennaflokki:
Golfklúbburinn Keilir
Stigameistari golfklúbba hjá GSÍ í karlaflokki
Golfklúbburinn Keilir
Íslandsmót golfklúbba í kvennaflokki eldri kylfinga:
Golfklúbburinn Keilir Íslandsmeistari á Akureyri
Liðið var þannig skipað: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Sigmundsdóttir, Margrét Berg Theodórsdóttir og Þórdís Geirsdóttir sem var einnig liðstjóri.
Íslandsmót golfklúbba í karlaflokki eldri kylfinga
Keilir 2. sæti í Grindavík
Liðið var þannig skipað: Gunnar Þór Halldórsson, Frans Páll Sigurðsson, Jón Erling Ragnarsson, Ásgeir Guðbjartsson, Páll Arnar Erlingsson, Magnús Pálsson, Ívar Örn Arnarsson, Kristján V. Kristjánsson, Guðbjörn Ólafsson sem einnig var liðstjóri
Árangur á Eimskipsmótaröðinni
Auk þess unnu kylfingar Keilis sex af átta mótum bæði í karla og kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni.
BOSE mótið Aron Snær Júlíusson, GKG
Honda Classic Axel Bóasson, GK
Egils Gull mótið Axel Bóasson, GK
Símamótið Birgir Björn Magnússon, GK
Íslandsmótið í holukeppni Rúnar Arnórsson, GK
KPMG-Hvaleyrarbikarinn Henning Darri Þórðarson, GK
Íslandsmótið í höggleik Axel Bóasson, GK
Securitasmótið-GR bikarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR
BOSE mótið Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Honda Classic Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Egils Gull mótið Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Arna Rún Kristjánsdóttir GM
Símamótið Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Íslandsmótið í holukeppni Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
KPMG-Hvaleyrarbikarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Íslandsmótið í höggleik Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Securitas mótið-GR bikarinn Helga Kristín Einarsdóttir GK
Landslið Íslands
Sex kylfingar frá Keili voru valdir til að taka þátt í ýmsum verkefnum á vegum GSÍ á árinu: Hennig Darri Þórðarson, Vikar Jónasson, Arnór Rúnarsson, Gísli Sveinbergsson, Anna Sólveig Einarsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir.
Kylfingar Keilir í USA
Í ár eru fimm kylfingar sem eru í háskólanámi í USA. Þau eru: Helga Kristín Einarsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Gísli Sveinbergsson, Birgir Björn Magnússon og Vikar Jónasson.
Atvinnumenn Keilis
Axel Bóasson lék á CHALLENGE mótaröðinni sem er önnur sterkasta mótatöðin í Evrópu. Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Axel miðað við árið á undan.
Axel sigraði á Evrópumóti blandaðra liða ásamt Birgi Leifi, Valdísi og Ólafíu á Gleneagles í Skotlandi. Axel og Birgir Leifur urðu síðan einnig í öðru sæti liða í tvímenningi.
Axel varð Íslandsmeistari karla í þriðja sinn í sumar og sigraði auk þess á tveimur öðrum mótum á Eimskipsmótaröðinni og endaði sem stigameistari karla í lok tímabils.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður á LET ACCESS mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin hjá konunum í Evrópu. Guðrún Brá endaði í 69. sæti á stigalista mótaraðarinnar eftir að hafa náð sínum besta árangri í móti eða 17. sæti.
Guðrún Brá lék alls á 12 mótum á árinu ssem atvinnumaður í golfi. Hún vann sér inn réttinn til að leika á lokaúrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina sem fram fer í Marokkó 16.-20. des. n.k.
Guðrún Brá varð Íslandsmeistari kvenna í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum í ár. Auk þess sigraði hún á fjórum öðrum mótum á Eimskipsmótaröðinni og endaði sem stigameistari GSÍ hjá konum.
Golfklúbburinn Keilir tilnefnir afrekskylfingana Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Axel Bóasson sem kylfinga ársins 2018.