Ungviðið
Sífellt fleiri eru að byrja að æfa golf hjá okkur. Það er búið að vera mjög góð þátttaka og sífellt er að fjölga á æfingum. Þau yngstu eru að æfa golf 1-2 í viku auk þess að mæta í golfþrek og leiki í Víðistaðaskóla 1x í viku.
Á áskorenda- og Íslandsbankamótaröðum yngri kylfinga er að fjölga keppendum frá Keili. Sérstaklega á það við á áskorendamótaröðinni.
Svanberg Addi Stefánsson varð í 2. sæti á Íslandsmótinu í höggleik í flokki 15-16 ára á Suðurnesjum í sumar.
Á Íslandsmóti 12 ára og yngri í liðakeppni varð lið Keilis í 2. sæti. Liðið var skipað þeim Láru Dís og Lilju Dís Hjörleifsdætrum, Heiðdísi Eddu
Guðnadóttur og Magnúsi Víði Jónssyni.
Helstu áherslur í barna- og ungmennastarfinu hjá Keili.
- Mikilvægast af öllu er að fyrstu kynni af golfíþróttinni séu jákvæð og að börnum og unglingum líði vel og þau finni að þau séu velkomin til okkar.
- Að gefa öllum jöfn tækifæri til að stunda golf óháð því hvort einstaklingurinn vilji keppa eða ekki, verða afreksmaður eða ekki. Öll börn og unglingar sem vilja stunda íþróttir til þess að svala félagsþörf sinni fái að stunda golf við sitt hæfi.
- Skipuleg og markviss þjálfun geti skapað börnum og unglingum færi á því að verða kylfingar alla ævi.
- Golfiðkun skal vera þroskandi líkamlega, félagslega og sálrænt. Með því móti skapast aðstæður fyrir mun fleiri börn og unglinga að njóta sín og æfa golf hjá Keili.
- Fjölga félögum í barna- og ungmennastarfinu með kynningum á golfíþróttinni í leikskólum, grunn- og framhaldsskólum í Hafnarfirði.
Sl. ár hefur hópur yngri barna frá leikskólanum á Vesturkoti mætt á golfæfingar og hafa sum þeirra skilað sér áfram inn í starfið. Einnig hafa nemendur frá skólum í Hafnarfirði mætt með umsjónar- eða íþróttakennurum á kynningar á golfíþróttinni með þjálfurum Keilis.
Golfleikjaskóli Keilis
Golfleikjaskóli Keilis starfaði í sumar og gekk mjög vel þrátt fyrir leiðinda veður í júní.
Skólinn er fyrir allar stelpur og stráka á aldrinum 5 – 8 ára og 9 – 12 ára. Markmið skólans er að fyrstu kynni af golfi eru jákvæð og það er gaman að leika golf.
Farið er í helstu þætti golfleiksins, allt frá púttum til upphafshögga og leiknar eru nokkrar golfholur á golfvelli. Öll kennsla er í formi þrauta og golfleikja og er lögð áhersla á að kynna helstu golfsiði og golfreglur fyrir krökkunum. Skólinn á að vera stökkpallur fyrir þau að vilja byrja að æfa golf og taka þátt í starfsemi klúbbsins.
Í september var öllum krökkum boðið að mæta á æfingar og voru ansi margir sem að tóku því tilboði og prófuðu að æfa golf. Það er von mín að þau haldi áfram að mæta þegar vetraræfingar hefjast að nýju.
- Vera með öfluga heimasíðu (Keilir.is) og facebooksíðu (Keilir Æfingahópur) um barna- og unglingastarfið. Þar eru nánari upplýsingar um allt það sem lýtur að starfinu.
- Hægt er að byrja hvenær sem er á árinu að æfa golf. Það er best að hafa afla sér upplýsingar um starfið inn á Keilir.is eða hafa samband við íþróttastjóra Keilis á netfanginu Kalli@keilir.is.