Fólkið á Hvaleyri
Á aðalfundi Keilis sem haldinn var í Golfskála Keilis þriðjudaginn 7. desember 2017 var stjórn þannig kosin:
Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, formaður til eins árs. Kosið var til stjórnar um þrjú sæti til tveggja ára og voru Már Sveinbjörnsson, Daði Janusson og Bjarni Þór Gunnlaugsson kjörin. Fyrir í stjórn, Sveinn Sigurbergsson, Ellý Erlingsdóttir og Guðmundur Örn Óskarsson.
Stjórn Keilis var því þannig skipuð á starfsárinu:
- Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir formaður
- Sveinn Sigurbergsson varaformaður
- Daði Janusson ritari
- Guðmundur Óskarsson gjaldkeri
- Bjarni Þór Gunnlaugsson meðstjórnandi
- Már Sveinbjörnsson meðstjórnandi
- Ellý Erlingsdóttir meðstjórnandi
Endurskoðendur ársreiknings:
Aðalmaður, Gunnar Hjaltalín og til vara Sigurður T Sigurðsson.
Á starfsárinu voru haldnir 12 formlegir stjórnarfundir, auk fjölmargra nefndafunda og annarra vinnufunda.
Í upphafi starfsársins 2018 voru 1.332 félagar í Golfklúbbnum Keili, en í lok árs eru þeir 1.299. Þar af eru 313 félagar skráðir á Sveinskotsvöll. Í ár fækkaði félögum um 33 en 35 manns hafa sótt um fyrir 2019.
Heilsárstarfsmenn
Framkvæmdastjóri: Ólafur Þór Ágústsson.
Vallarstjóri: Guðbjartur Ísak Ásgeirsson.
Vallarstjóri: Arnaldur Birgirsson.
Skrifstofa: Pétur Gærdbo Árnasson.
Skrifstofa: Davíð Kristján Hreiðarsson
Hraunkot: Kristinn Kristinsson.
Íþróttastjóri: Karl Ómar Karlsson
Afreksþjálfari: Björgvin Sigurbergsson
Verkstæði: Chris Eldrick
Aðrir Vallarstarfsmenn
Jón Ágúst Sturluson, Ólafur Andri Davíðsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Rakel Sunnar Hjartardóttir, Þór Breki Davíðsson, Fannar Þór Ragnarsson, Leví Baltasar Jóhannesson, Lukasz Bednerek, Vignir Freyr Vignisson, Þorsteinn Erik Geirsson, Alex Rafn Guðlaugsson, Kristján Örn Þorvarðarson, Sindri Jónsson, Ásgeir Þórðarson, Fjölnir Freyr Eiríksson, Yordan Yordanov.
Breytingar á starfsmannahaldi
Miklar breytingar urðu á starfsmönnum klúbbsins þetta árið. Fyrst ber að nefna að Bjarni Þór Hannesson lét af störfum sem vallarstjóri klúbbsins, en Bjarni snéri sér að ráðgjöf og höfum við ásamt öðrum klúbbum nýtt okkur hans þjónustu. Bjarni er einn fremsti grasvallafræðingur landsins og hafa störf hans hjá klúbbnum verið ómetanleg, jafnt sem þekkingin sem hann hefur deilt með öðrum starfsmönnum. Þökkum við honum fyrir síðastliðin ár og okkur er mikil ánægja að fá að vinna náið með honum áfram í gegn um ráðgjafastarfið.
Eftir að Bjarni lauk störfum sem vallarstjóri tóku við Guðbjartur Ísak, sem vallarstjóri Hvaleyrarvallar og Arnaldur Freyr, sem vallarstjóri Setbergs- og Sveinskotsvallar. Arnaldur Freyr hefur þó lokið störfum fyrir klúbbinn og er því komið í gang ferli í ráðningu eftirmanns hans. Arnaldur hefur síðastliðin ár sinnt starfi aðstoðarvallarstjóra og svo vallarstjóra nú í sumar og þökkum við honum fyrir vel unnin störf.
Síðastliðinn apríl hóf störf hjá okkur nýr vélvirki Christopher Elrick. Chris kom hingað til lands frá Skotlandi þar sem hann hefur sinnt viðhaldi sláttuvéla um árabil. Chris hefur einnig unnið á einum glæsilegasta velli Skotlands (Royal Aberdeen) sem vallarstarfsmaður. Auk þess að vera lærður vélvirki hefur hann lokið HNC námi í grasvallafræði frá Elmwood College og teljum við okkur mjög heppin að hafa fengið jafn reynslumikinn mann inn í starfsmannateymi klúbbsins.
Með öllum ofangreindum tilfærslum hafa starfsmannamál vallarins verið nokkuð óljós og verða starfsmenn vetrarins einungis 3 en ekki 4 eins og tíðkast hefur síðastliðin ár. Það eru þeir Guðbjartur Ísak, Chris Elrick og Fjölnir Freyr. Fjölnir hefur verið einn reynslumesti sumarstarfsmaðurinn á vellinum síðustu ár og því góðar fréttir að hann verði með okkur í vetur.
Sumarstarfsmenn
Sumarstarfsmenn með tímabundna ráðningu voru 16 talsins og voru a.m.k. tveir úr þeim hópi á Setbergsvelli hverju sinni. Einnig voru tveir af þessum starfsmönnum sem voru ekki með okkur nema hálft sumarið vegna náms. Einn þessara starfsmanna var Yordan Yordanov sem ráðinn var inn í gegn um Elju starfsmannaleigu og sá hann um vinnu við breytingar á Sveinskotsvelli. Með brotthvarfi Bjarna Þórs og rekstrarsamningi við Setbergsvöll voru starfsmenn á Hvaleyrarvelli því færri en tíðkast hefur og eiga allir sumarstarfsmenn miklar þakkir skilið fyrir góð störf.
Vinnuskóli Hafnarfjarðar
Eins og fyrri sumur fengum við starfsmenn frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar og vegna mikillar eftirspurnar fengum við fimm starfsmenn þetta árið, og þurftum því miður að neita fleirum sem óskuðu eftir starfi á vellinum. Starfsmenn vinnuskólans stóðu sig með prýði og vonumst við til þess að sjá þá sem aldur hafa til, að haldi áfram að vinna með okkur í framtíðinni. Auk vel unna starfa eru starfsmenn frá Vinnuskólanum okkur miklvægir í framtíðar starfsmannamálum og ómetanlegt að geta haldið áfram.
Önnur starfsmannamál
Miklar breytingar eru að eiga sér stað í starfsmannamálum sem gerir það að verkum að erfiðara er að fá starfsmenn til að byrja snemma á vorin rétt eins og að vinna lengur inn í haustið. Þessu þurfum við að bregðast við með einhverjum hætti og eru þau mál til skoðunar hjá yfirstjórn Keilis.
Rétt er að taka fram að vegna þessara breytinga höfðum við minni mannskap úr að moða þetta haustið, en til mikillar lukku höfum við fengið tímabundna starfsmenn í vinnu við að hjálpa til við þau fjölmörgu haustverk sem legið hafa fyrir.
Rúnar Arnórsson var með okkur á vellinum um nokkurra vikna skeið í september. Steinar Páll Ingólfsson hefur létt undir með okkur 1x – 3x í viku í september og október, og svo var Haukur Jónsson einnig með okkur um viku skeið í október.
Eftirlitsmenn og ræsar
Baldvin Jóhannsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Guðbjartur Þormóðsson, Svavar Þórhallsson, Magnús Jónsson og Ágúst Húbertsson.
Starfsfólk í golfvöruverslun
Arnbjörg Guðný Atladóttir, Árdís Gígja Ólafsdóttir og Melkorka Sif Smáradóttir.
Starfsfólk í Hraunkoti
Kristinn S. Kristinsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Vikar Jónasson, Hekla Sóley Arnarsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson og Melkorka Sif Smáradóttir
Þjónustusamningar
Eldhús, veitingar og sumarræstingar: Brynja Þórhallsdóttir
Vetraræstingar: Anna María Agnarsdóttir og Hallgerður Thorlacius
Nefndir (sbr skilgreind svið)
Íþróttanefnd (Forgjafarnefnd, Nýliðanefnd)
Sveinn Sigurbergsson, Karl Ómar Karlsson, Björgvin Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Rúnar Már Bragson og Ægir Sigurgeirsson
Rekstrarnefnd (Kappleikjanefnd)
Guðmundur Óskarsson, Már Sveinbjörnsson, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir og Ólafur Þór Ágústsson.
Mannvirkjanefnd (Vallarnefnd)
Sveinn Sigurbergsson, Ólafur Þór Ágústsson, Guðmundur Óskarsson, Ellý Erlingsdóttir, Bjarni Þór Gunnlaugsson, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Arnaldur Freyr Birgisson.
Markaðsnefnd (Skemmtinefnd)
Daði Janusson, Bjarni Þór Gunnlaugsson og Ólafur Þór Ágústsson
Öldunganefnd
Guðbjörn Ólafsson og Anna Snædís Sigmarsdóttir
Aganefnd
Hálfdan Þór Karlsson.
Orðunefnd
Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason og Ágúst Húbertsson.
Kvennanefnd
Agla Hreiðarsdóttir formaður, Matthildur Helgadóttir gjaldkeri, Dagbjört Bjarnadóttir, Elín Soffía Harðardóttir, Svava Skúladóttir og Valgerður Bjarnadóttir
Laganefnd
Karl Ó Karlsson, Jóhann Níelsson og Sveinn Snorrason.
Foreldraráð
Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri, Hjörleifur Hjörleifsson, Harpa Sævarsdóttir, Ægir Örn, Sigþór Marteinsson og Ásgeir Vilhjálmsson